Fimm frá Real Madrid í úrvalsliði FIFA

Lið ársins. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi voru fjarverandi.
Lið ársins. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi voru fjarverandi. AFP

Úrvalslið ársins 2018 var í kvöld opinberað á uppskeruhátíð FIFA í London. Real Madrid á fimm fulltrúa í liðinu og þá eru þrír heimsmeistarar Frakka í liðinu.

Cristiano Ronaldo og Luka Modric eru í liðinu en þeir eru jafnframt í tilnefndir sem besti leikmaður ársins. Það er Mohamed Salah líka, en ekki er þó pláss fyrir hann í úrvalsliðinu.

Markvörður: David De Gea (Manchester United og Spánn)

Varnarmenn: Dani Alves (PSG og Brasilía), Rafael Varane (Real Madrid og Frakkland), Sergio Ramos (Real Madrid og Spánn), Marcelo (Real Madrid og Brasilía).

Varnarsinnaðir miðjumenn: Luka Modric (Real Madrid og Króatía), N‘Golo Kante (Chelsea og Frakkland).

Sóknarsinnaðir miðjumenn: Eden Hazard (Chelsea og Belgía), Lionel Messi (Barcelona og Argentína), Kylian Mbappe (PSG og Frakkland).

Sóknarmaður: Cristiano Ronaldo (Real Madrid/Juventus og Portúgal)

Uppskeruhátíð FIFA er nú í gangi í London. Lennart Thy fékk sérstök háttvísiverðlaun FIFA. Hann missti af leik með liði sínu VVV-Venlo í hollensku úrvalsdeildinni gegn PSV í fyrra þar sem hann gaf blóð til bjargar sjúklingi með hvítblæði. Verðlaunin hafa verið veitt af FIFA frá árinu 1987.

Stuðningsmenn landsliðs Perú voru svo kjörnir stuðningsmenn ársins. Um 40 þúsund þeirra fóru á HM í Rússlandi í sumar og settu svip sinn á keppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert