Fróðlegt hvað Íslendingarnir kusu hjá FIFA

Knattspyrnufólk ársins í kjöri FIFA. Luka Modric og Marta.
Knattspyrnufólk ársins í kjöri FIFA. Luka Modric og Marta. AFP

Fimm Íslendingar voru með kosningarétt í kjöri FIFA á besta knattspyrnufólki ársins og þjálfurum ársins. Ekki voru þeirra atkvæði alltaf í takt við þau sem valin voru.

Atkvæðagreiðslan fór þannig fram að almenningur hafði 25% vægi, landsliðsþjálfarar höfðu 25% vægi, landsfyrirliðar 25% og valdir fjölmiðlamenn 25% vægi atkvæða. Í karlaflokki kusu því Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson. Í kvennaflokki kusu Sara Björk Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Þá kaus Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, í öllum flokkum.

Margt forvitnilegt kemur fram í kosningu þeirra. Heimir valdi til dæmis Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, sem besta þjálfara ársins og Mohamed Salah, leikmann Liverpool, sem leikmann ársins.

Sara Björk valdi Stephan Lerch, þjálfara sinn hjá Wolfsburg, sem þjálfara ársins og liðsfélaga sinn Pernille Harder sem besta leikmanninn. Freyr valdi Harder einnig besta. Ekkert þeirra þriggja sem kusu fyrir Íslands hönd hafði Mörtu á lista sínum, en hún stóð uppi sem sigurvegari.

Atkvæði þeirra allra má sjá hér að neðan, en velja átti þrjá í hverjum flokki. Byrjað er á því nafni sem sett var í fyrsta kost, svo annan og loks þriðja.

Leikmaður ársins í karlaflokki:

Aron Einar: Luka Mordic, Cristiano Ronaldo, Raphael Varane.
Heimir: Mohamed Salah, Luka Mordic, Kevin De Bruyne.
Víðir: Luka Modric, Kylian Mbappé, Mohamed Salah.

Kjörinn var Luka Modric með 29% atkvæða. Ronaldo fékk 19% og Salah 11%.

Þjálfari ársins í karlaflokki:

Aron Einar: Didier Deschamps, Zinedine Zidane, Josep Guardiola.
Heimir: Jürgen Klopp, Didier Deschamps, Diego Simone.
Víðir: Didier Deschamps, Zlatko Dalic, Zinedine Zidane.

Kjörinn var Didier Deschamps með 31% atkvæða. Zidane fékk 26% og Dalic 12%.

Leikmaður ársins í kvennaflokki:

Sara Björk: Pernille Harder, Dzsenifer Maroszán, Wendie Renard.
Freyr: Pernille Harder, Dzsenifer Maroszán, Ada Hegerberg.
Víðir: Wendie Renard, Ada Hegerberg, Amandine Henry.

Kjörin var Marta með 15% atkvæða. Maroszán fékk 12,86% og Hegerberg 12,6%.

Þjálfari ársins í kvennaflokki:

Sara Björk: Stephan Lerch, Reynald Pedros, Emma Hayes.
Freyr: Reynald Pedros, Alen Stajcic, Mark Parsons.
Víðir: Reynald Pedros, Stephan Lerch, Emma Hayes.

Kjörinn var Reynald Pedros með 23% atkvæða. Sarina Wiegman fékk 15% og Asako Takakura 13%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert