Marta kjörin leikmaður ársins í sjötta sinn

Marta heldur þakkarræðu í kvöld.
Marta heldur þakkarræðu í kvöld. AFP

Hin brasilíska Marta var í kvöld kjörin besta knattspyrnukona ársins á uppskeruhátíð FIFA í London. Þetta er í sjötta skiptið sem hún hlýtur þessa nafnbót.

Marta er 32 ára gömul og leikur nú með Orlando Pride í Bandaríkjunum. Í Evrópu lék hún með Rosengård og Tyresö í Svíþjóð og þá á hún að baki 133 landsleiki fyrir Brasilíu þar sem hún hefur skorað 110 mörk.

Einnig voru tilnefndar þær Ada Heger­berg frá Nor­egi og hin þýska Dz­seni­fer Mar­ozs­an sem báðar leika með Lyon.

Atkvæðagreiðslan fór þannig fram að almenningur hafði 25% vægi, landsliðsþjálfarar höfðu 25% vægi, landsfyrirliðar 25% og valdir fjölmiðlamenn 25% vægi atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert