Messi kaus Ronaldo en ekki öfugt

Í fyrsta sinn í 12 ár var Lionel Messi ekki á meðal þriggja efstu í kjöri besta knattspyrnumanns ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Valið var kunngjört í kvöld þar sem Luka Modric hreppti hnossið.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem annaðhvort Messi eða Cristiano Ronaldo fara ekki heim með bikarinn. Ronaldo hafnaði þó í öðru sæti í kjörinu í ár með 19% atkvæða en Modric vann með 29%.

Messi hafnaði í fimmta sæti í kjörinu, hlaut 9,8% atkvæða en hefði þurft að ná yfir 11,3% til þess að vera á meðal efstu þriggja.

Messi kaus sem fyrirliði Argentínu og setti Modric í fyrsta sæti, Kylian Mbappé í annað sæti og Ronaldo í það þriðja. Ronaldo kaus sem fyrirliði Portúgal en ekki var pláss fyrir Messi á hans lista. Ronaldo kaus Raphael Varane í fyrsta sæti, Modric í annað og Antoine Griezmann í það þriðja.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi ræða saman við hátíðlegt tilefni.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi ræða saman við hátíðlegt tilefni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert