Salah skoraði besta mark ársins

Mohamed Salah heldur þakkarræðu í kvöld.
Mohamed Salah heldur þakkarræðu í kvöld. AFP

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var nú rétt í þessu að vinna Puskás-verðlaunin svokölluðu á uppskeruhátíð FIFA í London. Eru þau veitt fyrir besta mark ársins.

Markið sem Salah skoraði kom í grannaslag Liverpool og Everton á síðustu leiktíð. Tíu mörk voru tilnefnd eftir netkosningu og hafði vægi á móti dómnefnd. Í henni sáttu meðal annars Iker Casillas og David Trezeguet.

Salah getur bætt við öðrum verðlaunum í safnið í kvöld því hann er tilnefndur sem besti leikmaður ársins ásamt Cristiano Ronaldo og Luka Modric.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert