UEFA rannsakar PSG á ný

Neymar og Kylian Mbappe.
Neymar og Kylian Mbappe. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur á ný hafið rannsókn á fjármálum franska stórliðsins PSG og hvort félagið hafi brotið reglur um fjárhagslega háttvísi (e. financial fair play).

Regl­ur UEFA um fjár­hags­lega hátt­vísi segja í stuttu máli að fé­lög megi ekki eyða um efni fram. PSG var undir smásjá fyrr á árinu, en rannsókn hætt í júní síðastliðnum. UEFA sagði þó að sú ákvörðun gæti verið endurskoðuð og nú hefur það orðið raunin.

Rannsókn fór fyrst af stað eftir að PSG keypti Neymar af Barcelona fyrir 222 milljónir evra síðastliðið sumar og gerði hann um leið að langdýrasta leikmanni heims. Þá hefur félagið eytt 180 milljónum evra í Kylian Mbappe og mun UEFA nú aftur hefja rannsókn á því hvort það standist kröfur sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert