Ég var ekki að flýja Liverpool

Loris Karius.
Loris Karius. AFP

Þýski markvörðurinn Loris Karius segist ekki hafa farið til tyrkneska liðsins Besiktas til að flýja Liverpool eftir mistökin sem hann gerði í úrslitaleiknum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni síðastliðið vor.

Karius gerði sig sekan um tvenn hörmuleg mistök í úrslitaleiknum sem kostuðu Liverpool sigurinn. Karius segist hafa fengið fullan stuðning frá Jürgen Klopp knattspyrnustjóra Liverpool en hann hafi ákveðið að ganga í raðir Besiktas í sumar. Karius samdi til tveggja ára en Liverpool fékk í hans stað Allison Becker, landsliðsmarkvörð Brasilíu frá Roma.

„Það voru engin vandamál við Klopp. Staðreyndin er sú að við áttum mjög gott samband og hann kenndi mér aldrei um úrslitin í Kiev. Ég hefði getað verið áfram hjá Liverpool og spilað nokkra leiki en ég vildi vera markvörður númer eitt og spila reglulega.

Það var enginn sem sagði mér að fara frá Liverpool og ég flúði félagið ekki. Eftir að Allison Becker kom þá ákvað ég að ganga til liðs við Besiktas,“ sagði Karius í viðtali við þýska blaðið Bild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert