Í fyrsta sinn í 20 ár

Emil Hallfreðsson á fréttamannafundi hjá Frosinone.
Emil Hallfreðsson á fréttamannafundi hjá Frosinone. Ljósmynd/Frosinone

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Emil Hallfreðssyni og samherjum hans í Frosinone í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu.

Nýliðarnir eru aðeins með eitt stig eftir fimm leiki í deildinni og það sem verra er að liðinu hefur enn tekist að skora mark.

Þetta er í fyrsta sinn frá leiktíðinni 1998-99 sem lið skorar ekki í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni en það gerði lið Venezia.

Frosinone tapaði 2:0 fyrir meisturunum í Juventus á sunnudaginn þar sem Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Juventus. Alls hefur Ronaldo átt 42 marktilraunir í fyrstu fimm leikjum sínum með Juventus, fjórum meira en allt lið Frosinone.

Emil og félagar sækja Roma heim í deildinni annað kvöld en Roma hefur farið illa af stað og er í 14. sæti með aðeins einn sigur í fyrstu fimm umferðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert