Stórliðin í baráttu um hollenska ungstirnið

Ajax's Frenkie de Jong.
Ajax's Frenkie de Jong. AFP

Mikill slagur er hafinn á milli margra af stærstu félögum í Evrópu um að fá hollenska ungstirnið Frenkie de Jong til liðs við sig frá Ajax.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður er gríðarlega eftirsóttur en lið á borð við Manchester City, Real Madrid, Manchester United, Paris SG og Tottenham eru öll með leikmanninn í sigtinu.

Ajax hafnaði í sumar tilboði frá Spánarmeisturum Barcelona í De Jong sem hljóðaði upp á 50 milljónir evra en sú upphæð jafngildir um 6,3 milljörðum íslenskra króna. Verðmiðinn á de Jong er talinn vera um 72 milljónir punda.

mbl.is