Kolbeinn gæti öðlast nýtt líf í Frakklandi

Kolbeinn Sigþórsson hefur verið úti í kuldanum hjá Nantes á …
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið úti í kuldanum hjá Nantes á þessari leiktíð. mbl.is/Eggert

Kolbeinn Sigþórsson, framherji franska knattspyrnufélagsins Nantes, hefur verið úti í kuldanum hjá félaginu á þessari leiktíð. Kolbeinn er heill heilsu en hefur lítið sem ekkert fengið að spila með liðinu á þessari leiktíð. 

Nantes hefur farið afar illa af stað í frönsku 1. deildinni á þessari leiktíð og er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar, eða 19. sætinu, með einungis 5 stig eftir fyrstu sjö leiki tímabilsins. Miguel Cardoso er sem stendur þjálfari Nantes en enskir fjölmiðlar greina frá því að David Moyes, fyrrverandi stjóri Manchester United, sé efstur á óskalista franska félagsins um að taka við liðinu af Cardoso.

Moyes stýrði West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann hefur stýrt liðum á borð við Everton, Real Sociedad og Sunderland á ferlinum. Moyes er mikill aðdáandi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og því gæti Kolbeinn óvænt fengið tækifæri undir stjórn skoska stjórans, fari svo að hann taki við Nantes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert