Bikarþrenna hjá Rakel

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rakel Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var á skotskónum í kvöld þegar hún skoraði þrennu fyrir Limhamn Bunkeflo í þriðju umferð sænsku bikarkeppninnar.

Úrvalsdeildarliðið sótti heim lið Dösjöbro og var lengi vel í basli en knúði fram 4:1 sigur að lokum. Rakel skoraði fyrsta markið á 9. mínútu en heimaliðið jafnaði rétt fyrir hlé.

Rakel kom Bunkeflo aftur yfir um miðjan síðari hálfleik, Elina Lenir skoraði þriðja markið rétt á eftir og Rakel innsiglaði þrennuna á 76. mínútu.

Rakel og Anna Björk Kristjánsdóttir léku báðar allan leikinn með Bunkeflo.

mbl.is