Hazard þarf að fara til Spánar

Eden Hazard var léttur á blaðamannafundi í dag.
Eden Hazard var léttur á blaðamannafundi í dag. AFP

Eden Hazard fer ekki til Real Madrid í janúar en hann viðurkennir að hann gæti þurft að yfirgefa Chelsea, ætli hann sér að vinna Gullboltann. Belginn viðurkenndi á dögunum að það væri draumur sinn að spila með Real Madrid. 

Hazard var spurður á fréttamannafundi í dag hvort hann þyrfti að fara til Spánar til að verða valinn besti leikmaður heims. „Já, þess vegna gæti ég viljað fara,“ sagði Hazard. 

Hazard er búinn að skora jafn mikið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og allir leikmenn Real Madrid til samans í spænsku deildinni. Illa hefur gengið hjá Madrid að aðlagast án Cristiano Ronaldo og því hefur Hazard verðið nefndur til sögunnar. 

Hann var einnig spurður hvort hann væri besti leikmaður heims. Belginn hikaði ekki og svaraði með einu orði, „já,“ sagði hann og brosti. 

mbl.is