HM-draumurinn úr sögunni hjá Mexíkó

Stephany Mayor og Bianca Sierra spiluðu með Mexíkó í nótt.
Stephany Mayor og Bianca Sierra spiluðu með Mexíkó í nótt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mexíkóska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem þrír leikmenn Þórs/KA leika með og einn úr Val, tapaði fyrir Panama í nótt 2:0 í undan­keppni heims­meist­ara­móts kvenna í knatt­spyrnu í Cary í Norður-Karólínu­ríki Banda­ríkj­anna.

Þar með fór draumur Mexíkó um að komast á HM þriðja skiptið í röð í vaskinn en viðureign Mexíkó og Panama var hreinn úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum.

Stephany Mayor og Bianca Sierra, leikmenn Þórs/KA léku báðar allan tímann en Ari­ana Calderón frá Þór/​KA og Ari­anna Romero, leikmaður Vals, sátu á bekknum allan tímann.

Bandaríkin, sem burstuðu Tríni­dad og Tóbagó 7:0, unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum og urðu í efsta sæti í riðlinum, Panama varð í öðru með 6 stig, Mexíkó í þriðja sætinu með 3 stig en Tríni­dad og Tóbagó rak lestina með ekkert stig. Tvö efstu liðinn kom­ast áfram í úr­slita­leik­ina um HM-sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert