Jardim rekinn frá Monaco

Leonardo Jardim.
Leonardo Jardim. AFP

Leonardo Jardim hefur verið rekinn úr starfi hjá franska knattspyrnuliðinu Monaco vegna slaks gengis liðsins á tímabilinu.

Monaco hefur farið skelfilega illa af stað í frönsku 1. deildinni og eftir níu umferðir er liðið í 18. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins 6 stig. Liðið hefur ekki unnið leik frá því í fyrstu umferðinni og hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Undir stjórn Jardim varð Monaco franskur meistari 2017 og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en Portúgalinn hefur verið stjórnvölinn hjá félaginu frá árinu 2014.

Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag en hann hóf sinn glæsilega knattspyrnuferil með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert