Ísland mætir Katarbúum í stuði

Frá leik Íslands og Katar á síðasta ári.
Frá leik Íslands og Katar á síðasta ári. AFP

Karlalandslið Katar í fótbolta vann í kvöld 4:3-sigur á Ekvador í vináttuleik í Katar. Arabíuþjóðin hitar nú upp fyrir Asíuleikana í janúar og HM á heimavelli árið 2022 og hefur liðið unnið þrjá vináttuleiki í röð síðustu tvö mánuði. 

Almoez Ali skoraði tvö mörk fyrir Katar og Akram Afif og Hasan Al Haydos gerðu eitt mark hvor. Enner Valencia, fyrrverandi leikmaður West Ham og Everton, var áberandi hjá Ekvadorum, en hann skoraði tvö mörk en fékk svo beint rautt spjald í uppbótartíma. 

Ísland mætir Katar í vináttuleik þann 19. nóvember næstkomandi og verður spilað í Belgíu, fjórum dögum eftir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni. 

Ísland og Kat­ar hafa einu sinni áður mæst. Þau gerðu þá 1:1-jafn­tefli 14. nóv­em­ber á síðasta ári í und­ir­bún­ingi ís­lenska landsliðsins fyr­ir HM í Rússlandi. Viðar Örn Kjart­ans­son skoraði mark Íslands í leikn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert