Neymar lagði upp tvö í brasilískum sigri

Leikmenn Sádi-Arabíu reyndu allt hvað þeir gátu til að stöðva ...
Leikmenn Sádi-Arabíu reyndu allt hvað þeir gátu til að stöðva Neymar. AFP

Brasilía og Sádi-Arabía mættust í kvöld í vináttuleik í fótbolta í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. Lokatölur urðu 2:0, Brasilíu í vil. 

Gabriel Jesus, framherji Manchester City, kom Brasilíu yfir rétt fyrir leikhlé eftir sendingu Neymar og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Neymar var ekki hættur því hann lagði upp mark á Alex Sandro í uppbótartíma og þar við sat. 

Brasilíska liðið verður áfram í Sádi-Arabíu því fram undan er vináttuleikur við Argentínu í Jeddah á þriðjudaginn kemur. 

mbl.is