Salah skoraði úr horni og meiddist

Mohamed Salah skoraði úr horni og meiddist.
Mohamed Salah skoraði úr horni og meiddist. AFP

Mo Salah var áberandi í 4:1-heimasigri Egyptalands á Svasílandi í forkeppni Afríkukeppninnar í fótbolta í kvöld. Egyptaland er í öðru sæti riðilsins með sex stig, eins og Túnis, en Salah og félagar eru búnir að leika einum leik meira. 

Egyptar létu sér nægja að skora fjögur mörk í fyrri hálfleik og kom markið hjá Salah í uppbótartíma hálfleiksins. Hann skoraði þá beint úr hornspyrnu. Svasíland minnkaði muninn í síðari hálfleik en komst ekki nær. 

Salah þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla í uppbótartíma og er óvíst hversu alvarleg þau eru. Að sögn Hany Ramzy, aðstoðarþjálfara Egypta, er um vöðvameiðsli að ræða og er vonað að þau séu ekki alvarleg. 

mbl.is