Verðlaunaféð á HM tvöfaldað

Bandaríkin unnu HM í Kanada árið 2015.
Bandaríkin unnu HM í Kanada árið 2015. Ljósmynd/FIFA

Verðlaunafé á HM kvenna í fótbolta á næsta ári verður tvöfalt hærra en í síðustu keppni. Keppnin fer fram í Frakklandi fá þátttakendur keppninnar samtals 30 milljónir dollara í verðlaunafé í stað 15 milljóna líkt og á HM í Kanada árið 2015. 

FIFA mun gera knattspyrnusamböndum þjóðanna sem taka þátt á HM auðveldara fyrir. Til að mynda fá þau ferðastyrk til að komast á mótið og félög sem eiga leikmenn á HM fá meira fé en áður. 

Þrátt fyrir hækkunina fá konurnar aðeins brot á því verðlaunafé sem þjóðirnar á HM karla í Rússlandi fengu í sumar. FIFA greiddi knattspyrnusamböndum þjóðanna í Rússlandi um 400 milljónir dollara. 

mbl.is