Henry orðinn þjálfari Mónakó

Thierry Henry.
Thierry Henry. AFP

Gamla knattspyrnukempan Thierry Henry hefur verið ráðinn í starf þjálfara hjá félaginu Mónakó í Frakklandi en hann skrifaði undir þriggja ára samning.

Henry er 41 árs gamall og hefur verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins undanfarið en hans glæsilegi ferill sem knattspyrnumaður hófst hjá Mónakó þar sem hann lék á árunum 1994 til 1999. Síðar spilaði hann með Juventus, Arsenal og Barcelona.

Illa hefur gengið hjá Mónakó upp á síðkastið en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og var Leonardo Jardim látinn taka poka sinn í vikunni.

mbl.is