Koscielny hættur með franska landsliðinu

Laurent Koscielny er hættur að leika með franska landsliðinu.
Laurent Koscielny er hættur að leika með franska landsliðinu. AFP

Laurent Koscielny, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en þetta tilkynnti hann í kvöld. Koscielny, sem er 33 ára gamall, sleit hásin í leik Arsenal og Atlético Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í apríl og missti þar af leiðandi af HM í Rússlandi í sumar.

Frakkar urðu heimsmeistarar eftir 4:2-sigur gegn Króatíu í úrslitaleik í Moskvu í sumar en Koscielny hafði gefið það út að hann ætlaði sér að hætta með landsliðinu eftir HM í Rússlandi. „Ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með þjálfara franska liðsins, Didier Deschamps,“ sagði Koscielny í samtali við BBC í dag.

„Þegar þú ert að spila vel þá áttu marga vini. Þegar þú ert meiddur þá er fólk fljótt að gleyma þér. Deschamps hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með afmælið í september en annars hef ég ekkert heyrt í honum. Það eru margir hjá Frakklandi sem hafa valdið mér vonbrigðum, ekki bara þjálfarinn,“ sagði pirraður Koscielny.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert