Þjálfari Slóvaka búinn að fá nóg

Jan Kozak.
Jan Kozak. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Slóvakíu

Jan Kozak, landsliðsþjálfari Slóvaka í knattspyrnu, sagði starfi sínu lausu í gær eftir 2:1 tap Slóvaka gegn Tékkum í Þjóðadeild UEFA á laugardaginn.

Slóvakar eru án stiga eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni og Kozak ákvað að stíga til hliðar. Aðstoðarmaður hans, Stefan Tarkovic, mun stýra liði Slóvaka í vináttuleik gegn Svíum í Stokkhólmi á morgun.

Kozak hefur verið landsliðsþjálfari Slóvakíu frá árinu 2013 og undir hans stjórn komust Slóvakar í úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert