Fékk háa sekt fyrir árás á næturklúbbi

Arturo Vidal.
Arturo Vidal. AFP

Dómstóll í München í Þýskalandi hefur sektað Arturo Vidal leikmann spænska meistaraliðsins Barcelona um 800 þúsund evrur, jafngildi 110 milljóna króna.

Vidal, sem er landsliðsmaður Síle, var fundinn sekur um árás á næturklúbbi í München á síðasta ári en Vidal og hálfbróðir hans réðust á mann á næturklúbbnum og náðust upptökur af atvikinu á myndband.

Vidal, sem er 31 árs gamall, hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona frá því hann kom til liðsins frá Bayern München í sumar en hann hefur aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliði Börsunga í átta leikjum þess í spænsku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert