Frábært mark hjá Rooney (myndskeið)

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Wayne Rooney hefur heldur betur reynst DC United góður liðsstyrkur í bandarísku MLS-deildinni frá því hann gekk í raðir þess í júlí frá Everton.

Rooney var hetja liðsins í nótt þegar það vann 1:0 sigur gegn Toronto. Rooney skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Þetta var 10. mark hans í 18 leikjum með liðinu.

Þegar Rooney kom til liðsins var það í neðsta sæti í Austurdeildinni en það er nú ósigrað í átta leikjum í röð og á góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Sex efstu liðin komast í úrslitakeppnina og DC United í sjötta sætinu, fjórum stigum á undan Montreal Impact.

mbl.is