Vona að það verði kostur

Thierry Henry með treyju Mónakó.
Thierry Henry með treyju Mónakó. AFP

Thierry Henry tók formlega við þjálfun franska knattspyrnuliðsins Mónakó í gær en hann var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum eftir að félagið rak Leonardo Jardim frá störfum.

„Ég vona að það verði kostur,“ sagði Henry við fréttamenn þegar hann var spurður að því hvort frábær ferill hans sem leikmaður myndi nýtast honum sem þjálfari.

„En það þýðir ekki að það verði auðvelt þótt ég haldi að það hjálpi til. Það er nokkrir frábærir þjálfarar sem hafa ekki spilað fótbolta og öfugt,“ sagði Henry, sem hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara belgíska landsliðsins frá árinu 2016.

Henry hóf feril sinn með Mónakó og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 1994. Hann hefur verk að vinna því Mónakó-liðið hefur byrjað tímabilið afar illa og er í 18. sæti. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert