Eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm

Aleksandr Kokorin.
Aleksandr Kokorin. AFP

Rússneskur dómstóll hafnaði í dag áfrýjun tveggja fyrrverandi landsliðsmanna Rússa í knattspyrnu sem hafa verið kærðir vegna árásar á tvo rússneska embættismenn á kaffihúsi í Moskvu í síðustu viku.

Pavel Mamaev, miðjumaður Krasnodar, og Aleksandr Kokorin, sóknarmaður Zenit Pétursborg, hafa báðir setið á bak við lás og slá frá því þeir voru handteknir. Þeir verða í haldi alla vega fram til 8. desember en leikmennirnir eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm.

Forráðamenn rússnesku úrvalsdeildarinnar hafa krafist þess að leikmennirnir verði settir í lífstíðarbann en bæði Mamaev og Kokorin hafa áður komist í fréttir fyrir ósæmilega hegðun utan vallar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert