Ótrúlegt gengi Real Madrid heldur áfram

Það gengur lítið hjá stórstjörnunum í Real Madrid.
Það gengur lítið hjá stórstjörnunum í Real Madrid. AFP

Spænski risinn Real Madrid tapaði enn einum leiknum á tímabilinu er liðið fékk heimsókn frá Levante í efstu deild spænska fótboltans í dag. Lokatölur urðu 2:1, Levante í vil. 

José Morales kom Levante yfir strax á fjórðu mínútu og Roger bætti við marki níu mínútum síðar úr vítaspyrnu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og Levante með óvænta 2:0 forystu. 

Marcelo minnkaði muninn á 72. mínútu en nær komst Real Madrid ekki og annað tapið í röð og þriðja tapið í síðustu fjórum deildarleikjum leit dagsins ljós.

Real tapaði auk þess fyrir CSKA Moskvu í byrjun mánaðar og hefur Real því leikið fimm leiki í öllum keppnum án sigurs og tapað fjórum þeirra. Real Madrid er í fimmta sæti með 14 stig og Levante í sjöunda sæti, stigi á eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert