Lopetegui að missa starfið

Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui. AFP

Spænskir fjölmiðlar telja nokkuð víst að Real Madrid reki Julen Lopetegui úr starfi en gengi Evrópumeistaranna undir hans stjórn hefur verið ansi dapurt.

Real Madrid tapaði þriðja leiknum í röð þegar það beið 2:1 ósigur á heimavelli gegn Levante í gær. Þetta fimmti leikur Madridarliðsins án sigurs og er það í fimmta sæti deildarinnar.

Lopetegui tók við þjálfun Real Madrid í sumar af Zinedine Zidane og hefur liðið aðeins unnið fimm af 12 leikjum sínum undir stjórn Lopetegui.

Spænska blaðið Marca segir að Santiago Solari, þjálfari B-deildarliðs Real Madrid, muni taka við þjálfarastarfinu og þá hefur nafn Antonio Conte verið nefnd en hann var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert