Er Ronaldo svona mikilvægur?

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo gekk sem kunnugt er í raðir Juventus frá Real Madrid í sumar og nú þegar skammt er liðið á tímabilið er áhugavert að bera saman byrjun þessara liða það sem af er.

Ítalíumeistarar Juventus eru með 25 stig af 27 mögulegum eftir fyrstu níu leikina í ítölsku A-deildinni og hafa aldrei í sögu félagsins byrjað nýtt tímabil jafn vel og í ár. Liðið er með fjögurra stiga forskot á toppnum, en Ronaldo hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur fjögur.

Á meðan gengur hvorki né rekur hjá Real Madrid. Liðið er með 14 stig eftir fyrstu níu leikina í spænsku 1. deildinni og hefur aldrei í sögu félagsins byrjað nýtt tímabil jafnilla og í ár. Það má því velta því fyrir sér hvort Ronaldo, sem er einn besti knattspyrnumaður sögunnar, hafi einn síns liðs svo mikil áhrif á lið sín.

mbl.is