Bayern komið á sigurbraut

Bæjarar fagna marki Robert Lewandowski í Aþenu í kvöld.
Bæjarar fagna marki Robert Lewandowski í Aþenu í kvöld. AFP

Tveimur leikjum er lokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag en sex leikir hefjast klukkan 19.

Í E-riðlinum unnu þýsku meistararnir í Bayern München 2:0 útisigur gegn AEK Aþenu þar sem Javier Martinez og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bæjara í síðari hálfleik. Bayern München er með 7 stig eftir þrjá leiki í toppsætinu en Ajax getur komist upp að hlið Bæjara með sigri gegn Benfica í kvöld.

Í H-riðlinum gerðu Young Boys og Valencia 1:1 jafntefli. Michy Batshuayi kom Valencia yfir í fyrri hálfleik en Guillaume Hoarau jafnaði metin fyrir svissnesku meistarana úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Juventus er efst í riðlinum með 6 stig, Manchester United 4, Valencia 2 og Young Boys 1. Manchester United tekur á móti Juventus í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert