Gagnrýndir fyrir ofurlaun landsliðsþjálfarans

Tekjur Martin O'Neill eru ekki í takt við gengi írska …
Tekjur Martin O'Neill eru ekki í takt við gengi írska landsliðsins í undanförnum leikjum. AFP

Írska knattspyrnusambandið er harðlega gagnrýnt fyrir að greiða landsliðsþjálfara karla, Martin O'Neill, svimandi há laun, í grein sem birtist í Sunday Times um síðustu helgi.

Blaðamaðurinn Paul Rowan fjallar þar um launamálin hjá O'Neill, sem fær um tvær milljónir punda í árslaun, eða um 310 milljónir króna. Sem gerir um 25,8 milljónir íslenskra króna í mánaðarlaun.

Að auki er aðstoðarmaður hans, Roy Keane, sagður fá 600 þúsund pund í árslaun hjá sambandinu, eða um 93 milljónir íslenskra króna.

Blaðamaðurinn segir að það sé nánast ósvífið að íþróttasamtök sem þiggi svipaðar upphæðir frá almenningi í grasrótarstarf skuli greiða einum þjálfara slík ofurlaun. Ekki síst ef tekið sé mið af slökum leikjum írska landsliðsins að undanförnu.

Fram kemur að viðskiptajöfurinn Denis O'Brien hafi um skeið greitt 70 prósent af launum O'Neills, en þá hafi þau verið „aðeins“ 1,1 milljón punda á ári.

Rowen furðar sig á því að eftir að O'Brien hafi hætt að styrkja sambandið hafi það eftir sem áður nær tvöfaldað laun landsliðsþjálfarans. Sennilega spili áhugi Stoke City á að fá O'Neill til sín þar inn í en þá hefði væntanlega verið heppilegast að leyfa honum að fara þangað.

Greinina má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert