Átti Hörður að fá rautt? (myndir)

Hörður tæklar Justin Kluivert. Hann fékk rautt spjald nokkrum sekúndum …
Hörður tæklar Justin Kluivert. Hann fékk rautt spjald nokkrum sekúndum síðar. AFP

Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon fékk tvö gul spjöld og þar með rautt er hann og samherjar hans í CSKA Moskvu þurftu að sætta sig við 2:1-tap fyrir Roma í Meistaradeild Evrópu í gær. 

Hörður fékk sitt annað gula spjald á 56. mínútu, sex mínútum eftir að Arnór Sigurðsson jafnaði fyrir CSKA. Fyrri gula spjaldið fékk Hörður fyrir hendi í fyrri hálfleik og það seinna fyrir tæklingu. 

Hörður birtir mynd af tæklingunni á Twitter-síðu sinni í dag sem sýnir að hann fór beint í boltann og því var ekki um brot að ræða. „Á þetta að vera annað gult spjald? Þetta virðist vera fullkomin tækling," skrifaði Hörður við myndina. 

Hörður var ekki sáttur.
Hörður var ekki sáttur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert