Hannes hélt hreinu – Arsenal komið áfram

Matthías Vilhjálmsson og félagar þakka stuðninginn í kvöld.
Matthías Vilhjálmsson og félagar þakka stuðninginn í kvöld. AFP

Landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson lék allan tímann í markinu hjá Qarabag er liðið heimsótti Vorskla Poltava frá Úkraínu í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Qarabag hafði betur, 1:0, og hélt Hannes því hreinu í sigri sem gæti reynst gríðarlega mikilvægur. 

Qarabag er nú með þrjú stig í A-riðli, fjórum stigum á eftir Sporting sem er í öðru sæti, þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Sporting náði í gott stig á útivelli á móti Arsenal í markalausu jafntefli. Arsenal náði ekki að nýta sér rautt spjald sem Jérémy Mathieu fékk undir lokin. 

Matthías Vilhjálmsson lék síðustu fimm mínúturnar fyrir Rosenborg sem varð að sætta sig við 5:2-tap á heimavelli fyrir Red Bull Salzburg. Rosenborg er án stiga eftir fjóra leiki og nánast dottið úr leik. 

Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik hjá Zürich sem tapaði naumlega á útivelli fyrir Leverkusen, 1:0. Þrátt fyrir tapið er Zürich komið áfram í 32-liða úrslitin, eins og Leverkusen. 

Úrslitin úr leikjunum sem hófust kl. 20: 

Arsenal - Sporting 0:0
Leverkusen - Zürich 1:0
Bordeaux - Zenit 1:1
Celtic - Leipzig 2:1
Dinamo Zagreb - Spartak Trnava 3:1
Ludogorets - AEK 0:0
Olympiacos - Dudelange 5:1
Real Betis - AC Milan 1:1
Rosenborg - Salzburg 2:5
Slavia Prag - FC Kaupmannahöfn 0:0
Vorskla Poltava - Qarabag 0:1

Arsenal er komið áfram í 32-liða úrslit.
Arsenal er komið áfram í 32-liða úrslit. AFP
mbl.is