Leikmenn fái ekki að spila landsleiki

Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. AFP

Gianni Infantino, forseti FIFA, er alls ekki hrifinn af þeirri hugmynd að stærstu félög Evróu taki þátt í nýrri „ofurdeild“ sín á milli og hótar hann að leikmenn sem taka þátt í slíkri keppni fái ekki að spila landsleiki. 

Der Spiegel greindi frá því á dögunum að 16 af stærstu félögum Evrópu hafi rætt sín á milli um stofnun nýrrar deildar, sem aðeins þau fá að taka þátt í. Ekki væri hægt að falla úr deildinni og myndu félög hætta í deildum heima fyrir í staðinn. 

„Annaðhvort ertu með eða ekki. Ef það eru leikmenn sem spila í svona deildum fá þeir ekki að spila landsleiki. Hvort sem um er að ræða HM, EM eða Þjóðadeild," sagði Infantino á fréttamannfundi. 

„Við höfum áður þurft að berjast gegn deildum á borð við þessa, allt frá byrjun níunda áratugarins. Okkar verk er að vernda fótboltann," sagði Ítalinn enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert