Soldado í bann fyrir ljót slagsmál (myndband)

Roberto Soldado var eitt sinn á mála hjá Tottenham.
Roberto Soldado var eitt sinn á mála hjá Tottenham. AFP

Spænski framherjinn Roberto Soldado, sem eitt sinn var samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham, er kominn í frí hjá Galatasaray í Tyrklandi, fyrir að taka þátt í ljótum slagsmálum er Galatasaray gerði 2:2-jafntefli við Fenerbahce í deildarleik þar í landi. 

Soldado var í dag úrskurðaður í sex leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Jailson Siqueira hjá Fenerbache fékk lengsta bannið, eða átta leiki og Badou Ndiaye, samherji Soldado, fékk fimm leikja bann. 

Faith Terim, knattspyrnustjóri Galatasaray, fékk sjö leikja bann fyrir að móðga dómarann og ummæli sín á fréttamannafundi eftir leik. Aðstoðarmaður hans, Hasan Sas, fékk átta leikja bann fyrir að ráðast á andstæðinga. 

Loks fengu þeir Garry Rodrígues og Ryan Donk þriggja og sex leikja bann fyrir óíþróttamannslega framkomu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert