Dortmund getur aukið muninn í sjö stig

Borussia Dortmund í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð.
Borussia Dortmund í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð. AFP

Borussia Dortmund tekur á móti Bayern München í stórleik þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á morgun klukkan 17:30 á Signal-Iduna-Park. Heimamenn í Dortmund hafa byrjað tímabilið af miklum krafti og eru ósigraðir í deildinni en Dortmund er í efsta sæti deildarinnar með 24 stig eftir fyrstu tíu umferðirnar.

Bayern München er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig en liðið hefur unnið sex leiki í vetur, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern München, er sagður valtur í sessi en hann tók við liðinu af Jupp Heynckes í sumar og hefur gengi liðsins undir stjórn Króatans valdið vonbrigðum í Bæjaralandi.

Það er því mikið undir hjá Bayern München og Niko Kovac á morgun í Dortmund en Borussia Mönchengladbach er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og Bayern München, en með betri markatölu. Fari svo að Borussia Mönchengladbach tapi stigum um helgina gegn Werder Bremen gæti Dortmund aukið forskot sitt í sjö stig á bæði Borussia Mönchengladbach og Bayern München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert