Andri Rúnar leikmaður ársins

Andri Rúnar Bjarnason
Andri Rúnar Bjarnason Ljósmynd/@HelsingborgsIF

Andri Rúnar Bjarnason hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá sænska B-deildarliðinu Helsingborg.

Andri Rúnar hefur átt afar góðu gengi á sínu fyrsta tímabili með Helsingborg en liðið hefur tryggt sér sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Andri hefur skoraði 14 mörk og hefur gefið 7 stoðsendingar en lokaumferð sænsku deildarinnar er leikin í dag. Framherjinn stóri og stæðilegi er baráttu um að verða markakóngur deildarinnar en fyrir lokaumferðina voru þrír markahæstir með 14 mörk.

mbl.is