Einn með fleiri mörk en Alfreð (myndskeið)

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. AFP

Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri mörk en Alfreð Finnbogason í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Alfreð skoraði mark Augsburg í 2:1 tapi á móti Hoffenheim á útivelli en hann jafnaði metin áður en Hoffenheim skoraði sigurmarkið.

Þetta var sjöunda mark Alfreðs í sex leikjum en hann missti af fyrstu fimm leikjum Augsburg vegna meiðsla.

Alassane Pléa, leikmaður Borussia Mönchengladbach, er markahæstur í deildinni með 8 mörk og Alfreð, Paco Alcácer, Sébastian Haller, Thorgan Hazard og Luka Jovic hafa allir skorað 7 mörk.

Sjá mörkin í leiknum

mbl.is