Haukur tíundi - Teitur oftast sænskur meistari

Haukur Heiðar Hauksson er sænskur meistari 2018 með AIK.
Haukur Heiðar Hauksson er sænskur meistari 2018 með AIK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukur Heiðar Hauksson varð um helgina tíundi íslenski knattspyrnumaðurinn sem verður sænskur meistari í karlaflokki í Svíþjóð en AIK frá Stokkhólmi vann þá meistaratitilinn í ellefta skipti í sögunni.

Teitur Þórðarson var fyrstur en hann varð sænskur meistari þrisvar á fjórum árum með Öster, árin 1978, 1980 og 1981. Hann er jafnframt sá Íslendingur sem oftast hefur unnið sænska meistaratitilinn.

Teitur Þórðarson fagnaði þremur meistaratitlum með Öster á fjórum árum …
Teitur Þórðarson fagnaði þremur meistaratitlum með Öster á fjórum árum og skoraði 35 mörk fyrir liðið í deildinni. mbl.is/Brynjar Gauti

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen urðu sænskir meistarar með Djurgården frá Stokkhólmi árið 2005.

Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson urðu sænskir meistarar með Gautaborg árið 2007.

Guðjón Pétur Lýðsson varð sænskur meistari með Helsingborg árið 2011.

Skúli Jón Friðgeirsson varð sænskur meistari með Elfsborg árið 2012.

Arnór Ingvi Traustason varð sænskur meistari með Norrköping árið 2015.

Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson urðu sænskir meistarar með Malmö árið 2016 og Kári vann þar með titilinn í annað skipti.

Haukur Heiðar Hauksson er síðan sá tíundi sem hlýtur þessa nafnbót í sænsku knattspyrnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert