Sif í öðru til þriðja sæti

Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad, hafnaði í öðru til þriðja sætinu í kjöri á mikilvægasta leikmanni sænsku úrvalsdeildarinnar í kvennaflokki á keppnistímabilinu 2018.

Sif var ein af þeim þremur sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Það var Julia Karlernäs, leikmaður meistaraliðs Piteå, sem hreppti verðlaunin en Sif og sænska landsliðskonan Caroline Seger hjá Rosengård deildu öðru til þriðja sætinu.

Fotbollsgalan, verðlaunahátíð sænsku knattspyrnunnar, stendur núna yfir og þar voru þessi verðlaun afhent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert