Granqvist hélt vonum Svía á lífi

Leikmenn Svíþjóðar fagna sigurmarki Andreas Granqvist í Tyrklandi.
Leikmenn Svíþjóðar fagna sigurmarki Andreas Granqvist í Tyrklandi. AFP

Varnarmaðurinn Andreas Granqvist reyndist hetja Svía þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Tyrkjum í B-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í Tyrklandi í dag en leiknum lauk með 1:0-sigri Svíþjóðar.

Sigurmark Granqvist kom af vítapunktinum á 71. mínútu en Svíar eru í öðru sæti 2. riðils B-deildarinnar með 4 stig, þremur stigum minna en Rússland. Svíþjóð mætir Rússlandi 20. nóvember næstkomandi í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna fer upp í A-deildina. Tyrkir féllu niður í C-deild með þessum ósigri.

Rússum dugar jafntefli þar sem innbyrðisviðureign gildir í Þjóðadeildinni en fari svo að Svíar vinni leikinn á þriðjudaginn munu þeir leika í A-deildinni tímabilið 2020-2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert