Komast Hollendingar í úrslitin?

Hollendingar fagna sigrinum gegn Frökkum á föstudagskvöldið.
Hollendingar fagna sigrinum gegn Frökkum á föstudagskvöldið. AFP

Það ræðst í kvöld hvort það verða Hollendingar eða heimsmeistarar Frakka sem tryggja sér síðasta sætið í undanúrslitum Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu.

Portúgal, Sviss og England eru komin í „Final Four“ sem verður í Portúgal í júní á næsta ár þar sem fyrstu sigurvegarar í Þjóðadeildinni verða krýndir.

Þýskaland og Holland eigast við í lokaleik 1. riðils í A-deildinni í Gelsenkirchen í Þýskalandi í kvöld. Hollendingum dugar jafntefli til að tryggja sér farseðilinn til Portúgals en tapi þeir leiknum vinna Frakkar riðilinn. Þjóðverjar eru hins vegar fallnir í B-deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert