Besta ár Norðmanna í 89 ár

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur heldur betur gert það gott með norska landsliðið frá því hann tók við þjálfun þess í febrúar á síðasta ári.

Norðmenn léku sinn síðasta leik á árinu í gærkvöld þegar þeir lögðu Kýpverja 2:0 á útivelli í C-deild Þjóðadeildar UEFA og með sigrinum tryggðu þeir sér sæti í B-deildinni.

Árið 2018 er besta ár norska karlalandsliðsins í 89 ár en vinningshlutfall Lagerbäck með norska landsliðinu á þessu ári er 80%. Norðmenn léku tíu leiki á árinu. Þeir unnu átta þeirra, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli. Þeir fengu 2,5 stig að meðaltali í leik á árinu og í leikjunum tíu fengu þeir aðeins á sig 5 mörk en skoruðu 16.

Frá því að Lagerbäck tók við þjálfun landsliðsins hefur það spilað 19 leiki. Það hefur unnið 11, tapað 5 og gert 3 jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert