Eitt versta ár í sögu þýska landsliðsins

Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja.
Joachim Löw landsliðsþjálfari Þjóðverja. AFP

Árið 2018 er eitt það versta í sögu þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þjóðverjar enduðu í neðsta sæti í sínum riðli á HM í Rússlandi í sumar og þeir féllu úr A-deildinni í Þjóðadeild UEFA þar sem þeir höfnuðu í neðsta sæti í riðlinum á eftir Hollendingum og Frökkum.

Þjóðverjar, undir stjórn Joachim Löw, töpuðu ekki leik á árinu 2017. Þeir unnu 11 leiki, gerðu 4 jafntefli og markatalan var 43:12.

En mikil umskipti hafa orðið hjá þýska landsliðinu á þessu ári. Það vann aðeins 4 leiki, gerði 3 jafntefli og tapaði 6 leikjum. Í þessum leikjum skoruðu Þjóðverjar aðeins 14 mörk en fengu á sig 17.

Mikil pressa hefur verið á Löw síðustu mánuðina en hann er með samning við þýska knattspyrnusambandið til ársins 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert