Hólmbert tilnefndur sem leikmaður ársins

Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með Aalesund.
Hólmbert Aron Friðjónsson í leik með Aalesund. Ljósmynd/Alesund.

Hólmbert Aron Friðjónsson er tilnefndur sem besti leikmaður norsku B-deildarinnar í knattspyrnu á þessu tímabili en valið verður kunngert í hófi um næstu helgi.

Hólmbert endaði sem annar markahæsti leikmaður norsku B-deildarinnar en hann skoraði 19 mörk í 28 leikjum með Aalseund í deildinni. Liðið hafnaði í þriðja sæti og fer í umspil og laust sæti í úrvalsdeildinni.

Þrír leikmenn hafa verið tilefndir sem leikmenn ársins en auk Hólmberts er það Jonny Furdal úr Viking og Sondre Solholm Johansen leikmaður Mjøndalen.

Í norsku úrvalsdeildinni keppa Andre Hansen, markvörður Rosenborg, Eirik Hestad úr Molde og Birger Meling úr Rosenborg um að verða útnefndir leikmaður ársins og hjá konunum eru það Guro Reiten, Lillestrøm, Ingrid Syrstad Engen, Lillestrøm og Ajara Nchout Njoya, Sandviken.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert