Ísland og Þýskaland í sama styrkleikaflokki

Í byrjun desember kemur riðill Íslands í ljós.
Í byrjun desember kemur riðill Íslands í ljós. AFP

Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eru klárir, en Þjóðadeild UEFA lauk í kvöld. Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki, eins og Þýskaland, en gengi þýska liðsins hefur ekki verið gott á árinu. 

Ljóst er að England, Portúgal, Holland og Sviss verða í A-, B-, C- eða D-riðli, sem eru fimm liða riðlar, þar sem þau tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar með sigrum í sínum riðlum í A-deild Þjóðadeildarinnar. 

Dregið verður í riðla 2. desember og kemur þá í ljós hverjir andstæðingar Íslands í næstu undankeppni verða. Ísland getur enn og aftur mætt Króatíu í undankeppninni og getur Ísland einnig lent á móti lærisveinum Lars Lagerbäck í norska landsliðinu.

Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana, en Ísland getur ekki mætt þjóðum sem eru í styrkleikaflokki 2. 

Styrkleikaflokkur 1: England, Portúgal, Holland, Sviss, Belgía, Frakkland, Ítalía, Spánn, Króatía, Pólland.

Styrkleikaflokkur 2: Þýskaland, Ísland, Bosnía, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð, Rússland, Austurríki, Wales, Tékkland.

Styrkleikaflokkur 3: Slóvakía, Tyrkland, Írland, N-Írland, Skotland, Noregur, Serbía, Finnland, Búlgaría, Ísrael. 

Styrkleikaflokkur 4: Ungverjaland, Rúmenía, Grikkland, Albanía, Svartfjallaland, Kýpur, Eistland, Slóvenía, Litháen, Georgía. 

Styrkleikaflokkur 5: Makedónía, Kosóvó, Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Armenía, Aserbaídsjan, Kasakstan, Moldóva, Gíbraltar, Færeyjar. 

Styrkleikaflokkur 6: Lettland, Liechtenstein, Andorra, Malta, San Marínó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert