Verður Harder fyrir valinu í fimmta sinn?

Pernille Harder, lengst til vinstri, ásamt Emily van Egmond og …
Pernille Harder, lengst til vinstri, ásamt Emily van Egmond og Söru Björk Gunnarsdóttur. Ljósmynd/Twitter-síða Wolfsburg

Pernille Harder, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska liðinu Wolfsburg, á möguleika á að verða valin knattspyrnukona ársins í Danmörku í fimmta sinn.

Harder hefur verið tilnefnd í kjörinu en hún var valin knattspyrnukona ársins í fyrra og setti þá met með því að vera valin í fjórða sinn.

Janni Arnth úr sænska liðinu Lingköping, sem á næstunni mun ganga til liðs við Arsenal, og Sanne Troelsgaard leikmaður Rosengård eru tilnefndar sömuleiðis en sú síðarnefnda varð fyrir valinu 2011.

Harder þykir líklegust til að hreppa hnossið en í ágúst var hún valin knattspyrnukona ársins í Evrópu í fyrsta sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert