McCarthy líklegastur til að taka við af O'Neill

Mick McCarthy.
Mick McCarthy. AFP

Mick McCarthy þykir líklegastur til að taka við þjálfun írska landsliðsins í knattspyrnu en þær fregnir bárust í morgun að Martin O'Neill hefur látið af störfum eftir að hafa stýrt landsliðinu í fimm ár.

Sky Sports greinir frá því að McCarthy sé opinn fyrir því að snúa aftur í sitt gamla starf en hann var þjálfari írska landsliðsins frá 1996 til 2002 og undir hans stjórn komust Írar í úrslitakeppni HM árið 2002. McCarthy lét af störfum sem knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Ipswich í sumar þar sem hann var í fimm og hálft ár.

Í netútgáfu The Sun er McCarthy líklegastur til að verða ráðinn þjálfari írska landsliðsins en líkurnar eru taldar vera 2/1. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, er ekki nefndur á nafn en blaðamaður Independent á Írlandi stakk upp á því í Twitter-færslu sinn í dag að írska knattspyrnusambandið ætti að líta til Heimis hvað þjálfarastarfið varðar.

Þessir eru taldir líklegastir til taka við þjálfun írska landsliðsins:

  • Mick McCarthy: 2/1 
  • Stephen Kenny: 3/1 
  • Sven Göran Eriksson: 12/1 
  • Sam Allardyce: 14/1 
  • Brian Kerr: 20/1 
  • Steve Bruce: 20/1 
  • Paul Cook: 20/1 
  • Nigel Pearson: 33/1 
  • Neil Lennon: 33/1 
  • Steve McClaren: 33/1 
  • Harry Redknapp: 33/1 
  • Garry Monk: 33/1 
  • Robbie Keane: 33/1 
  • David Moyes: 33/1 
  • Roy Keane: 33/1 
  • Chris Hughton: 33/1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert