Stingur upp á Heimi Hallgrímssyni

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Philip O'Connor, blaðamaður Independent á Írlandi, skrifar Twitter-færslu í dag í kjölfar þess að Martin O'Neill er hættur þjálfun írska landsliðsins í knattspyrnu og hann leggur til að írska knattspyrnusambandið skoði þann möguleika á að ráða Heimi Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfara íslenska landsliðsins, í landsliðsþjálfarastarfið.

„Skoðið sem flesta, bjóðið tveggja ára samning, bannið menn eins og Allardyce og Redknapp, einbeitið ykkur að þjálfurum sem geta hugsað kerfisbundið og geta fengið leikmenn til að gera meira en vonir standa til. Það eru margir slíkir uppteknir en horfið á þjálfara eins og Heimi Hallgrímsson, Hasse Backe og Sami Hyppia,“ skrifar O'Connor á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert