Norðurlöndin standa vel

Lars Lagerbäck er þegar kominn með lið Noregs í umspil …
Lars Lagerbäck er þegar kominn með lið Noregs í umspil EM 2020. mbl.is/Eggert

Sextán þjóðir tryggðu sér öruggt sæti í umspilinu fyrir lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu árið 2020 með því að vinna sína riðla í Þjóðadeild UEFA sem lauk í fyrrakvöld.

Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í nóvember 2019 hvort þær þurfa á þessum umspilssætum að halda því liðin 20 sem enda í tveimur efstu sætum hvers riðils undankeppni EM fara beint í lokakeppnina og þá flyst umspilsrétturinn yfir á næsta lið í viðkomandi deild Þjóðadeildarinnar.

Í hverju umspili fyrir sig er eitt sæti á EM 2020 í boði og því er dýrmætt fyrir viðkomandi þjóðir að hafa náð þessum árangri í Þjóðadeildinni, ekki síst fyrir þær sem leika í C- og D-deildunum. Það yrði til dæmis mjög óvænt ef Georgía, Makedónía, Kósóvó eða Hvíta-Rússland, sem unnu riðla D-deildarinnar, kæmust beint á EM, en nú liggur fyrir að í það minnsta ein þessara þjóða mun vinna sér keppnisrétt þar í gegnum umspilið, sem fer fram í mars 2020.

Fjórar Norðurlandaþjóðir eru öruggar í umspilið, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland.

Umspilsriðlarnir fjórir líta þannig út núna, en þeir munu breytast þegar líður að lokum undankeppni EM.

Umspil A:

Sviss, Portúgal, Holland og England (næstu lið inn eru Belgía, Frakkland, Spánn og Ítalía).

Umspil B:

Bosnía, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð (næstu lið inn eru Rússland, Austurríki, Wales og Tékkland).

Umspil C:

Skotland, Noregur, Serbía, Finnland (Næstu lið inn eru Búlgaría og Ísrael).

Umspil D:

Georgía, Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland (Næstu lið inn eru Lúxemborg og Armenía).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert