Svisslendingar fá þrefalt meira

Alfreð Finnbogason umkringdur leikmönnum Sviss.
Alfreð Finnbogason umkringdur leikmönnum Sviss. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnusamband Íslands fær 2,25 milljónir evra, jafnvirði um 318 milljóna króna, frá Knattspyrnusambandi Evrópu vegna þátttöku karlalandsliðsins í hinni nýju Þjóðadeild í haust.

Ísland var eitt tólf liða sem léku í A-deild, þar sem hæstar upphæðir fást.

Sviss vann riðil Íslands í A-deildinni og fær svissneska sambandið því um 636 milljónir króna, tvöfalt meira en KSÍ, rétt eins og aðrir sigurvegarar riðla í A-deildinni. Ísland féll niður í B-deild en fyrir að leika í henni fást að þessu sinni 1,5 milljónir evra, jafnvirði um 212 milljóna króna, eða þriðjungi lægri upphæð en fyrir að spila í A-deild. Sigurliðin í riðlum B-deildar fá tvöfalda þessa upphæð, eða 3 milljónir evra. KSÍ gæti því fengið hærri upphæð í B-deild í næstu útgáfu Þjóðadeildar, haustið 2020, en nú takist Íslandi að vinna sinn riðil.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert